UKItalyAustriaDenmarkBulgarySlovakiaIsland
www.dynamathmat.eu
 


AIMS PARTNERS OUTCOMES TIMETABLE DISSEMINATION MATERIALS
 

Markmið verkefnisins



DynaMAT er Comenius verkefni þar sem aðaláherslan er á kvika nálgun ýmsra stærðfræðilegra viðfangsefna sem henta nemendum á unglinga- og framhaldsskólastigi sem og verðandi kennurum. Notkun upplýsingatækni og kvikra forrita er hér í lykilhlutverki.

Markmið okkar er að búa til kennsluefni sem kynnt verður kennurum með vinnustofum og námskeiðum. Kennsluefnið á að sýna hvernig notkun upplýsingatækni getur ýtt undir sjónsköpun nemenda. Við viljum líka styðja við góða stærðfræðikennslu sem hjálpar nemendum að þróa innsæi þeirra og sköpunargáfu. Náttúruleg skref í því ferli eru sjónsköpun sem undanfari líkanagerðar og því næst vinna við hið stærðfræðilega verkefni.

Sú hugmynd að mörg verkefni í raunveruleikanum byggi á skilningi á stærðfræði og raunvísindum var þróuð í verkefninu "Math2Earth" (www.math2earth.oriw.eu). Við viljum útvíkka þessa hugmynd og halda áfram að þróa kennsluefni þar sem kostir nútímatækni eru notaðir í stærðfræðikennslu.


 
 

 

Partners

Partner Department of Mathematics, University of Pisa, Italy Partner University of Vienna, Austria Partner VIA University College – Bachelor Programme in Teacher Education, Denmark Partner Institute of Mathermatics and Informatics, Bulgaria Partner Constantine the Philosopher University in Nitra, Slovakia Partner University of Reykjavik, Iceland
 
Þetta verkefni er styrkt af Evrópusambandinu innan ramma Lifelong Learning Programme og með verkefnisnúmerinu 510028-LLP-1-2010-1-IT-COMENIUS-CMP. Evrópusambandið ber enga ábyrgð á þeim upplýsingum sem hér koma fram né á notkun þeirra heldur endurspegla þar einungis viðhorf höfunda.
© 2011 DynaMAT Visitors: