UKItalyAustriaDenmarkBulgarySlovakiaIsland
www.dynamathmat.eu
 


AIMS PARTNERS OUTCOMES TIMETABLE DISSEMINATION MATERIALS

 

Afrakstur og niðurstöður



Afrakstur verkefnis samkvæmt umsókn snýr að eftirfarandi .

1.Netbók2.Fornámskeið3.Námskeið4. Viðbótarkennsluefni5.Lokaráðstefna6.Vefsíða


Af tæknilegum ástæðum höfum við undirsíðuna VIÐBÓTARKENNSLUEFNI auk skráarsvæðisins SOFTWARE, þar sem hægt verður að nálgast skrár (geogebra, java, flash, excell...) sem tengjast kennsluefninu.

Aðaláherslan er lögð á efni sem hentar til undirbúnings stærðfræðikennara fyrir notkun kviks hugbúnaðar við stærðfræðikennslu á þann hátt sem þroskar röksemdafærslu og styður við sköpunargáfu nemenda þeirra. Einnig er lögð áhersla á:

a) forðast að lenda í tækni = reikningur gildrunni;

b) næra jákvæð viðhorf og fróðleiksfýsn gagnvart stærðfræði og stærðfræðilegri hugsun sem eru grundvöllur símennuntar.

Fornámskeið

Skipulag og uppbygging fornámskeiðs var ekki eins fyrir alla þátttakendur verkefnis heldur var þetta háð námskrám og aðstæðum við stofnanir þátttakenda. Sameiginlegur grunnur var val viðfangsefna frá mismunandi aðilum verkefnis. Við ákváðum að búa til mismunandi efni fyrir netbókina og þessi fjölbreytni gerði það að verkum að við gátum sett fornámskeiðin við hverja stofnun upp á mismunandi hátt. Við ákváðum hins vegar að fylgja eftirfarandi tveimur meginreglum: sérhver þátttakandi varð að nota að minnsta kosti einn kafla frá öðrum þátttakanda og þátttakandur gátu sjálfir valið tímalengd námskeiðs þannig að lágmarkskröfur samkvæmt umsókn væru uppfylldar. Gert var ráð fyrir þessu sveigjanlega skipulagi í umsókninni.Ef smellt er á tengilinn

NÁMSKEIÐSLÝSINGAR FORNÁMSKEIÐA OG ENDURGJÖF

má finna lýsingar á fornámskeiðum (efni sem var notað, skipulag, endurgjöf).

Netnámskeið

Netnámskeið voru þróuð byggt á endurgjöf fornámskeiða og með efni úr netbókinni. Skipulag og uppbygging netnámskeiða tók mið af reynslu okkar úr fornámskeiðum og endurgjöf úr þeim. Val á efni, tímarammar og markhópar voru ekki þeir sömu fyrir alla þátttakendur því þetta var háð möguleikum, á hverjum stað, að búa til námskeið fyrir verðandi og starfandi kennara þar sem efni netbókarinnar væri notað. Sameiginlegt hjá öllum var að nota efni frá mismunandi þátttakendum verkefnis. Gert var ráð fyrir þessu sveigjanlega skipulagi í umsókninni. Ef smellt er á tengilinn

NÁMSKEIÐSLÝSINGAR OG ENDURGJÖF

má finna lýsingar námskeiða (efni, skipulag, endurgjöf).

Lokaráðstefna og Vinnustofa í Nitra, september 2013

Lokaráðstefnan var skipulögð með öðrum alþjóðlegum viðburði: 14th International scientific conference of PhD. students and young scientists and pedagogues, sem haldin var í september. það var session 6 sem var helguð niðurstöðum Dynamat verkefnisins. Vefsíðu með dagskrá má finna á

FINAL CONFERENCE and INTERNATIONAL WORKSHOP

 

Þetta verkefni er styrkt af Evrópusambandinu innan ramma Lifelong Learning Programme og með verkefnisnúmerinu 510028-LLP-1-2010-1-IT-COMENIUS-CMP. Evrópusambandið ber enga ábyrgð á þeim upplýsingum sem hér koma fram né á notkun þeirra heldur endurspegla þar einungis viðhorf höfunda.
© 2011 DynaMAT Visitors: