UKItalyAustriaDenmarkBulgarySlovakiaIsland
www.dynamathmat.eu
 


AIMS PARTNERS OUTCOMES TIMETABLE DISSEMINATION MATERIALS

 

Netbók



Samkvæmt upphaflegri áætlun á netbókin að innihalda efni með:
a) Dæmum sem sýna hvernig notkun upplýsingatækni getur stutt við sjónsköpunarferli,
b) Dæmum með stærðfræðilíkönum, sem búin hafa verið til með hermunum af raunverulegum eða tilbúnum ferlum, og sem námsmaður getur unnið með,
c) Leiðbeiningum og ábendingum um hvernig nota má upplýsingatækni til að bæta hæfni nemenda til að nota hermun og búa til líkön. Einnig til að örva sköpunargáfu þeirra.

str_replace 3Almenn lýsing á netbókinni

Teymið sem býr til netbókina er ekki einsleitt, það samanstendur af sérfræðingum á sviði stærðfræðimenntunar ásamt stærðfræðingum með mikla reynslu í kennslufræði. þessi fjölbreytileiki hefur komið að góðum notum þar sem samspil mismunandi sviða getur haft mjög jákvæð áhrif á heildarmynd vinnunnar (en getur líka haft neikvæð áhrif!). Frá upphafi voru engar sérstakar skorður settar á efnið sem unnið var.
Með útgangspunkt í meginmarkmiðum Dynamat verkefnisins og í anda frjórrar samvinnu reyndum við að skapa mismunandi kennslueiningar þannig að
1) Viðfangsefni kennslueininganna hafði sem útgangspunkt líkön og atburði úr raunveruleikanum.
2) Viðfangsefni kennslueininganna hafði viðeigandi stærðfræðilegt innihald miðað við undirbúning og símenntun stærðfræðikennara.
3) Við reyndum að sameina mismunandi viðfangsefni með því að nota skapandi og aðlaðandi nýjar hugmyndir í framsetningu, við lausn stærðfræðiverkefna og við stærðfræðikennslu.

Netbókin sjálf er líka af kvikri gerð þar sem við reyndum að bæta innihaldið út frá þeirri endurgjöf sem fékkst úr fornámskeiðum og síðar endurgjöf sem fékkst úr námskeiðum.

Annars vegar geta kennarar og nemendur notað bókina til að velja gott stærðfræðilíkan eða sýnidæmi til að vinna með út frá þeim efnisatriðum sem verið er að skoða. Leiðbeining við þetta val getur fengist með því að nota atriðisorðaskrána. þegar efni hefur verið valið er gott að nota mótsvarandi kennslueiningu/einingar sem upphafspunkt fyrir nánari skoðun efnis. Við erum ekki með nákvæma kynningu á hvaða stærðfræðihugtaki sem er þar sem eðlileg byrjun er mismunandi eftir því hvaða námskrá er verið að fylgja í viðkomandi skóla. það er því ákvörðun kennara hvernig hann notar efni bókarinnar í kennslu og hvernig hann kynnir stærðfræðihugtök fyrir nemendum. Einnig er hægt að nota kennsluefnið til að þróa fleiri verkefni út frá þeim verkefnum sem sett eru fram í bókinni.

str_replace 3Tæknilegar leiðbeiningar varðandi notkun bókarinnar

þar sem efni netbókarinnar er mjög fjölbreytt höfum við sett inn einfalda leitarvél. Lesandinn getur því tengt saman mismunandi kennslueiningar eftir því á hvaða skólastigi hann er að kenna og hver er markhópur hans. Til dæmis er hægt að setja inn í leitarvélina eftirfarandi efnisorð: listir, stærðfræðigreining, tvinntölur, ferlar, hreyfikerfi, útgildisvandamál í rúmfræði, brotalar, leikir, rúmfræði í raunveruleikanum, GPS, línuleg algebra, leg, líkanagerð, marghyrningar, líkindi og tölfræði. Eftir að efnisorð er valið fæst listi yfir efni sem tengist því. Viðbótarkennslueiningar og efni (sem varð til á meðan og eftir að netbók og námskeið voru undirbúin) má finna í undir Outcomes (annað efni sem orðið hefur til á meðan á vinnu verkefnis stóð).

str_replace 3Innihald netbókarinnar

Hér fyrir neðan er innihald netbókarinnar (titlar kennslueininga þar sem þýðingar á mismunandi tungumál eru gefnar til kynna með því að nota þjóðfána).
  Keywords: Search All materials
art | calculus | complex numbers | curves | dynamical systems | extremal problems in geometry | fractals
games | geometry in reality | GPS | linear algebra | loci | modeling | polygons | statistics and probability

Aarhus

Arithmetic mean and normal distribution
Dynamical simulation of stochastic phenomenons with Excel
Geometry in the field using GPS
Simulation of Chi Square distribution
Finding the tall tree by GPS

Nitra

Geometry of antique elements and dynamic software
Best spot - investigation with circles
The teaching by the method of didactic games in primary school
GPS Mathematics in nature
Geometry on Car Wheels
How to add infinitely looong sums ..
Geometry on the playground from the student´s view

Pisa

Math problems of samurai period
Around Napoleon’s Theorem
Perimeter of harmonic triangles in ellipse
Dynamical billiards
From static to dynamical problem posing
Poncelet’s porism and periodic triangles in elipse

Reykjavík

Investigating 2 by 2 matrices - part II
Piecewise defined functions
Investigating 2 by 2 matrices, - part I
Using sliders to investigate functions, tangents and integrals
Euclidean Eggs

Sofia

Studying fine-art compositions by means of dynamic geometry constructions
Finding geometric patterns as a game of dynamic explorations
Finding geometric patterns as a game of dynamic explorations Appendix 1
Finding geometric patterns as a game of dynamic explorations Appendix 2
Finding geometric patterns as a game of dynamic explorations Appendix 3
Can Equations Be Exciting?

Vienna

Fly, fly away ... and bring back data
As much as possible – extreme value tasks in Geometry
Fractals – broken with no need for repairs
GeoCaching – how to find it ... using satellites
Modelling optical lenses with Dynamic Geometry Software

 

Þetta verkefni er styrkt af Evrópusambandinu innan ramma Lifelong Learning Programme og með verkefnisnúmerinu 510028-LLP-1-2010-1-IT-COMENIUS-CMP. Evrópusambandið ber enga ábyrgð á þeim upplýsingum sem hér koma fram né á notkun þeirra heldur endurspegla þar einungis viðhorf höfunda.
© 2011 DynaMAT Visitors: